Erlent

Noregur tryggði sér sæti í öryggis­ráðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Getty

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi í dag atkvæði um fjögur ríki sem munu taka sæti í öryggisráðinu.

Þau sem urðu fyrir valinu í atkvæðagreiðslum dagsins eru Noregur, Írland, Mexíkó og Indland og munu þau eiga sæti í ráðinu næstu tvö árin. Atkvæði verða svo greidd um eitt ríki til viðbótar á morgun.

„Við ætlum að nýta margra ára vinnu í þágu friðar og sáttar til að vera sáttamiðlari og leita lausna á mörgum þeim erfiðum deilum sem hafna á borði öryggisráðsins,“ skrifaði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Mannréttindi verði í hávegum höfð í vinnu Norðmanna í öryggisráðinu.

Norsk stjórnvöld hafa varið 29 milljónum norskra króna, um 410 milljónum íslenskra króna í baráttunni um sætið. 

Norðmenn, Írar og Kanadamenn börðust innbyrðis um tvö sæti í ráðinu, en kosningabarátta Noregs hefur staðið í þrettán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×