Innlent

Fjallkonan í ár er Edda Björgvinsdóttir

Andri Eysteinsson skrifar
Edda á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2017.
Edda á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2017. Getty/Dominique Charriau

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Edda Björgvinsdóttir.

Ávarp fjallkonunnar í ár var ritað af Þórdísi Gísladóttur.

Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.

Edda útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978, hún hefur leikið hlutverk í fjölmörgum leiksýningum og mörgum af ástsælustu kvikmyndum íslenska kvikmyndaiðnaðarins.

Edda er líklega þekktust fyrir ódauðlegt hlutverk sitt sem Stella í Stellu í framboði og Stellu í orlofi ásamt því að hafa leikið í Heilsubælinu, Föstum liðum eins og venjulega. Þá lék hún í Perlur og Svín og í myndinni Undir trénu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×