Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 17:39 Indverskir menn brenna mynd af Xi Jinping, forseta Kína, í mótmælum í Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast. Indland Kína Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast.
Indland Kína Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent