Arnfríður hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 11:37 Fimm sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“ Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37