Innlent

Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni

Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur

Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Greint hafði verið frá því að tveir mannana hafi verið smitaðir, aðrir reyndust ekki smitaðir.

Lýst var eftir hópi Rúmena eftir að hópur samlanda þeirra hafði verið handtekinn vegna þjófnaðar á Selfossi um helgina. Í ljós kom að mennirnir höfðu brotið gegn reglum um sóttkví og reyndust tveir þeirra smitaðir af kórónuveirunni.

Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði af gáfu sig fram við lögreglu og voru sýni tekin úr þeim.  Allir ellefu meðlimir hópsins, sem nú dvelur í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg, hefur gerst brotlegur við reglur um sóttkví en rannsókn á sýnum fólksins hefur leitt í ljós að ekki séu fleiri smitaðir en þeir tveir sem greindir voru eftir handtöku á Selfossi.





Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×