Lífið

Suðrænn páfagaukur í Vesturbænum elskar göngutúra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Jolanta Arendarska og páfagaukurinn Rico.
Jolanta Arendarska og páfagaukurinn Rico. Vísir/Baldur

Vesturbæingar hafa eflaust margir orðið varir við páfagaukinn Rico en eigendur hans fara reglulega með hann í göngutúr um hverfið. Hann á heima á Meistaravöllum með kettinum Amico en þeir voru báðir fluttir til landsins frá Póllandi af eigendum sínum, mæðginunum Jolanta Arendarska og Dawid Arendarski.

Rico er eins og hálfs ár og af tegundinni Scarlet macaw sem á rætur að rekja til Amasónskógarins í Brasilíu. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu og segja eigendurnir að hann sé glaður á Íslandi þrátt fyrir veðurfar.

Jola hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir páfagaukum og hugsar um hann eins og barnið sitt. „Þeir lifa í um áttatíu ár svo þetta er eins og að ala upp barn í áttatíu ár,“ segir David.

Hann segir að Rico þurfi mikla ást, umhyggju og athygli og elski að vera á Íslandi. „Þrátt fyrir að veðrið sé grámyglulegt þá líður honum vel.“

Þegar veður leyfi fara þau með Rico í bandi í göngutúr og þá reka margir upp stór augu. „Fólk tekur myndir og spyr mig út í hann,“ segir Jola.

Þá fær Rico stundum að fljúga frjáls utan höfuðborgarsvæðisins. Rico talar bæði pólsku og íslensku og er mjög duglegur við að raula lög.

Sjá má fréttina í heild sinni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.