Xander Schauffele er í forystu á Charles Schwab mótinu fyrir lokahringinn sem fer fram í dag. Hann endaði síðustu holuna á hringnum í gær á fugli og tryggði sér þannig eins höggs forystu.
Hann er samtals á 13 höggum undir pari en fimm kylfingar fylgja fast á hæla hans á 12 höggum undir pari.
Sá efsti á heimslistanum, Rory McIlroy, er á 10 höggum undir pari eftir hringinn í gær sem hann lék á 69 höggum, eða þremur undir pari. Þetta er fyrsta mótið á PGA-túrnum í 91 dag eða síðan hlé var gert vegna Kórónuveirunnar.
Lokadagur mótsins verður í beinni á Stöð 2 Golf frá kl. 17:00.