Gary Martin: Vitum hvað við erum góðir Ísak Hallmundarson skrifar 13. júní 2020 19:30 Gary Martin var í viðtali eftir leik Grindavíkur og ÍBV vísir/stöð 2 sport „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
„Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira