Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:12 Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar. Vísir Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06
Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42