Lífið

Búnar með 100 kíló­metra og vonast til að klára annað kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Hópurinn hafði ekki verið í símasambandi í tvo tíma þegar rætt var við blaðamann eftir hádegi í dag.
Hópurinn hafði ekki verið í símasambandi í tvo tíma þegar rætt var við blaðamann eftir hádegi í dag. Aðsend

Gönguhópurinn Snjódrífurnar hefur nú gengið rúmlega 100 kílómetra leið yfir Vatnajökul og gerir ráð fyrir að klára annað kvöld eða á mánudagsmorgun.

Þetta segir Soffía S. Sigurgeirsdóttir, ein leiðangurskvenna, en hópurinn lagði af stað á laugardaginn fyrir viku.

„Við erum búnar að vera sambandlausar í tvo daga. Við gengum 10 kílómetra fyrsta daginn, svo aftur tíu, svo 25, 27 og 27. Við lentum í óveðri á öðrum degi og þurftum að bíða það af okkur. Þetta er ekki gefins en mórallinn er góður,“ segir Soffía.

Hún segir hópinn vera að ganga fyrir alla þá sem hafa þurft að nýta sér stuðning Krafts og Styrktarfélagsins Lífs og alla þá sem munu nýta sér hann í framtíðinni. „Þess vegna erum við að hvetja fólk til að heita á okkur.“

Hún segir fyrirhugaða leið vera í heildina um 150 kílómetrar í sjónlínu. „Við erum mögulega að horfa til þess að ná niður á morgun, seint annað kvöld. Ef ekki þá morguninn næsta dag.“

Að neðan má sjá myndir úr leiðangi hópsins.


Tengdar fréttir

Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn

Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×