Alfreð lék hálftíma í naumum útisigri 14. júní 2020 15:30 Alfreð er að komast í gang aftur eftir erfið meiðsli. Vísir/Getty Augsburg vann frábæran 1-0 útisigur á Mainz 05 í miklum fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lék síðasta hálftímann. Leikurinn í dag var mikill fallbaráttuslagur en bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá fallsvæðinu. Alfreð hóf leikinn á varamannabekk Augsburg en hann er að komast í gang eftir erfið meiðsli. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en Florian Niederlechner kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Reyndist það eina mark leiksins og sigurinn gífurlega mikilvægur fyrir Augsburg sem er nú í 13. sæti deildarinnar með 35 stig, sjö stigum frá fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. Alfreð kom inn af varamannabekknum á 62. mínútu leiksins og hjálpaði Augsburg að sigla stigunum heim. Þýski boltinn Fótbolti
Augsburg vann frábæran 1-0 útisigur á Mainz 05 í miklum fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lék síðasta hálftímann. Leikurinn í dag var mikill fallbaráttuslagur en bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá fallsvæðinu. Alfreð hóf leikinn á varamannabekk Augsburg en hann er að komast í gang eftir erfið meiðsli. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en Florian Niederlechner kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Reyndist það eina mark leiksins og sigurinn gífurlega mikilvægur fyrir Augsburg sem er nú í 13. sæti deildarinnar með 35 stig, sjö stigum frá fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. Alfreð kom inn af varamannabekknum á 62. mínútu leiksins og hjálpaði Augsburg að sigla stigunum heim.
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn