KR-konur hafa ekki skorað hjá Valsliðinu í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:30 Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er síðasti leikmaður KR sem náði að skora hjá Val í efstu deild. Ásdís Karen skoraði markið sitt sumarið 2016 en KR konur hafa ekki skorað í 701 mínútu síðan. Vísir/Eyjólfur Garðarsson KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira