Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 11:58 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens. Vísir/Friðrik Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið 17@reykjavik.is. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní. 17. júní Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið 17@reykjavik.is. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní.
17. júní Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira