Þarf Fjallið að fara að hafa áhyggjur af forminu hjá Eddie Hall? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 08:30 Eddie Hall setti þessar tvær myndir inn á Instagam reikninginn sinn þar sem sést vel hvað hann hefur bætt sitt form á þessum tíma. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira