Innlent

Átta þúsund hafa kosið utan kjörfundar

Sylvía Hall skrifar

Ríflega átta þúsund manns hafa nú þegar mætt á kjörstaði um land allt og þykir það nokkuð gott miðað við síðustu kosningar. Bergþóra Sigmundsdóttir kjörstjóri segir mun fleiri hafa kosið á höfuðborgarsvæðinu nú miðað við síðustu kosningar.

„Þetta eru um 3,2 prósent af þeim sem eru á kjörskrá sem hafa komið og eru þegar búnir að kjósa,“ segir Bergþóra. Það sé mun hærra hlutfall en árið 2016.

„Til dæmis á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjórum árum voru um 2200 tæplega sem höfðu mætt en núna eru það um 6500.“

Hún segir vel hafa gengið hingað til og fólk sé ánægð með að geta kosið í Smáralindinni. Margir eigi leið þar um og ákveði að nýta ferðina í að kjósa og klára það af.

Á mánudag munu tveir kjörstaðir til viðbótar opna, annar í Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli. Guðrún segir það hafa skipt miklu máli varðandi kjörsókn að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafi verið á svo fjölförnum stað og það geti skýrt hvers vegna svo margir hafi nú þegar kosið.

„Við byrjuðum hér. Við vorum aldrei á skrifstofu embættisins eins og við vorum 2016 fyrstu dagana. Það munar dálítið miklu því þegar við förum út frá skrifstofunni hefur fjölgað verulega.“


Tengdar fréttir

Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar

Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×