Æðislegt að spila með fyrirmyndinni: „Hún er líka mjög skemmtilegur karakter“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 19:00 Karen Lind, Elísabet Sunna og Gunnhildur Hekla frá GKG voru ánægðar með daginn. mynd/stöð 2 „Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu Golf Sportpakkinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
„Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu
Golf Sportpakkinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira