Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2020 19:20 Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46