Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2020 19:20 Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46