Þór/KA ætlar í toppbaráttu – Fær bandarískan leikmann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:30 Þór/KA hefur verið í hópi betri liða landsins í mörg ár og ætlar sér að halda þeirri stöðu. vísir/bára „Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar. Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar.
Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00
Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00
Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38