Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 9. júní 2020 14:00 Þór/KA stelpur fagna marki í Pepsi Max deildinni í fyrra en liðið hefur misst marga sterka leikmenn frá því á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Nú er komið að varkáru liðunum í spá okkar en það eru lið Þórs/KA og Stjörnunnar sem við spáum sjötta og sjöunda sæti. Við spáum þeim báðum verra gengi í deildinni en á síðustu leiktíð. Annað árið í röð eru miklar líkur á því að þau detti niður í töflunni. Það er ekki langt síðan að bæði Stjarnan og Þór/KA fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum, Þór/KA fyrir þremur árum og Stjarnan einu ári fyrr. Alls hafa þessi tvö lið unnið sex af síðustu níu Íslandsmeistaratitlum og hafa bæði verið stórveldi í íslenskum kvennafótbolta undanfarin áratug. Nú standa bæði þessi lið í svipaðri stöðu. Bæði hafa misst flesta ef ekki alla leikmennina sem skiluðu liðunum þessum titlum og bæði þurfa þau nú að treysta á öflugt unglingastarf undanfarin ár. Sem betur fer er til nóg af ungum leikmönnum á báðum stöðum. Það eru ekki öll félög sem myndu lifa af viðlíkan missi og þessi tvö lið undanfarið en þau geta sótt í góðan hóp yngri leikmanna. Um leið eru engir raunhæfir bikardraumar á Akureyri eða í Garðabænum þetta sumarið. Án allra þessa reynslubolta og öflugu leikmanna sem hafa stokkið frá borði eru þau ekki líkleg til að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Þess í stað mega þau passa sig að dragast ekki niður í fallbaráttuna. Reynsla og ábyrgð sem yngri leikmenn liðanna fá í sumar gæti hins vegar verið grunnurinn að endurkomu þeirra í titilbaráttuna á næstu árum. View this post on Instagram Eftir frábæran sigur á HK/Víkingi skelltu stelpurnar sér á Mathúsið í geggjaðan bröns og þéttu raðirnar fyrir komandi átök! #SkíniStjarnan A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) on Jul 27, 2019 at 8:12am PDT Stjarnan í 7. sæti: Ungt lið í mótun hjá reynslubolta Íþróttadeild spáir Stjörnunni 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því tveimur sætum neðar en í fyrra. Árangur liðsins í fyrra var sá slakasti síðan árið 2008 þegar liðið lenti í 5. sæti. Garðbæingar urðu meistarar 2011, 2013, 2014 og 2016 en nú virðist allt loft úr Stjörnunni. Fari svo að spá íþróttadeildar gangi eftir þá væri um að ræða versta árangur Stjörnunnar á þessari öld. Gullaldartímabilið er vissulega liðið í Garðabænum en það verður spennandi hvort annað sé í mótum enda er fullt af ungum og spennandi knattspyrnukonum í liðinu. Liðið sýndi það með sigri á Val í Lengjubikarnum í vetur að það býr ýmislegt í liðinu en ungu leikmennirnir þurfa að ná upp mun meiri stöðugleika til að komast ofar í deildinni. Anna María Baldursdóttir er sú eina sem er eftir í Stjörnuliðinu af þeim sem voru að alvöru með í titlasöfnun liðsins fyrir nokkrum árum og mikilvægi hennar hefur sjaldan verið meira meðal allra þessa ungu leikmanna. Gamla brýnið Kristján Guðmundsson er að fara inn í sitt annað tímabil með liðið. Kristján hefur marga fjöruna sopið en hann þjálfaði Keflavík, Val og ÍBV í efstu deild karla á sínum tíma. Þá gerði hann lið HB að Færeyjarmeisturum á tíma sínum þar. Kristján er þekktur fyrir að senda unga knattspyrnustráka inn á völlinn og ætti því líka að vera tilbúinn að henda ungum Stjörnustelpunum út í djúpu laugina. Kristján gerði líka vel í að ná fimmta sætinu í fyrra á tímabili þar sem hann þurfti nánast að móta nýtt lið. Honum tókst að koma liðinu í gegnum sex leikja markaþurrð og upp í efri hlutann. Stjarnan, Garðabær Ár í deildinni: 29 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2016) Þrír bikarmeistaratitlar (Síðast 2015) og 9 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kristján Guðmundsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Stjarnan átti erfitt uppdráttar síðasta vetur og 5. sætið kom þannig séð ekki á óvart. Að Stjarnan hafi verið aðeins fimm stigum frá 8. sæti og tíu stigum frá fallsæti kom hins vegar mjög á óvart sem og að liðið hafi verið 25 stigum frá silfurliði Breiðabliks. Liðið skoraði 21 mark á síðasta ári en fékk á sig 32. Alls vann Stjarnan sjö leiki, gerði tvö jafntefli og töpuðu níu. Það sem kemur hvað mest á óvart er að liðið skoraði 71 prósent allra marka sinna í aðeins fjórum leikjum. Alls komu 15 mörk í 5-2 sigri gegn HK Víking, 4-1 gegn Keflavík, 3-1 gegn KR og Fylki. Í hinum 14 leikjum liðsins skoraði Stjarnan aðeins sex mörk. Í sex leikjum í röð tókst þeim ekki að þenja netmöskva andstæðingsins eða í meira en tvo mánuði. Liðið skoraði ekki 552 mínútur frá lok maí fram í seinni hluta júlí. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 6 Jasmín Erla Ingadóttir 5 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 2 Birna Jóhannsdóttir 2 Jana Sól Valdimarsdóttir 2 Shameeka Nikoda Fishley 2 Liðið og leikmenn Eitthvað hefur verið um hræringar á leikmannahópi Stjörnunnar en liðið ætti að mestu að vera byggt á sama hóp of í fyrra. Eftir þrjú ár í Vesturbænum skipti Betsy Hassett yfir í Garðabæinn fyrir komandi tímabil. Þá er hin 21 árs gamla Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir flutt á höfuðborgarsvæðið en hún hefur leikið með ÍBV síðustu þrjú ár. Alls á hún 51 leik í efstu deild hér á landi sem og níu leiki með yngri landsliðum Íslands. Þær Sylvía Birgisdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir gengu einnig til liðs við Stjörnuna í vetur. Jasmín Erla Ingadóttir fór á láni til Appollon Limassol í Kýpur en er komin til baka og mun leika með Stjörnunni í sumar. Á móti kemur að María Eva Eyjólfsdóttir gekk í raðir Fylki í vetur en hún lék alla 18 deildarleiki Stjörnunnar á síðustu leiktíð sem og fjóra bikarleiki. Þá gekk Diljá Ýr Zomers í lið Vals og Camille Elizabeth Bassett fór til Zaragoza á Spáni. Lykilmenn Anna María Baldursdóttir, 25 ára varnarmaður Jasmín Erla Ingadóttir, 22 ára miðjumaður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður Gæti sprungið út Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom af miklum krafti inn í deildina á síðustu leiktíð en hún var markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í tíu leikjum þrátt fyrir ungan aldur. Þá lék hún einn leik í Mjólkurbikarnum og skoraði einnig í honum. Mörkin sex skoraði Hildigunnur í aðeins þremur leikjum en allir leikirnir unnust. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Stjarnan lagði HK/Víking 5-2 í Víkinni. Þá skoraði hún eitt mark í 2-1 sigri á ÍBV og tvö mörk í 4-1 sigri á Keflavík. Hildigunnur hefur raðað inn mörkum fyrir yngri landsliðin en alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf leikjum fyrir U16 og 17 ára landslið Íslands. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Stjarnan í Pepsi Max kvenna 2020 View this post on Instagram Í fjölmörg ár hefur verið gefið út dagatal með myndum sem tengjast starfseminni og liðuunum okkar, ásamt merkjum styrktaraðila og fleiru. Fyrstu árin var dagatalið selt í fjáröflunarskyni, en síðustu árin hefur að verið gefið. Hægt er að nálgast eintök af dagatalinu í félagsheimilum Þórs og KA. A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) on Jan 8, 2020 at 12:50pm PST Þór/KA í 6. sæti: Aðstoðarþjálfarinn fékk stöðuhækkun en margar góðar eru farnar Íþróttadeild spáir Þór/KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því tveimur sætum neðar en í fyrra. Það yrði slakasti árangur liðsins síðan árið 2007. Þór/KA varð meistari sumarið 2017 en hefur fallið neðar og neðar í töflunni síðan þá. Þrátt fyrir að enda í 4. sæti á síðustu leiktíð þá var liðið nær fallsæti (15 stig) heldur en 2. sæti deildarinnar (20 stig). Eftir að hafa náð frábærum árangri með liðið hefur Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er nær alltaf kallaður, ákveðið að láta þetta gott heita og mun Andri Hjörvar Albertsson stjórna liðinu í sumar. Andri Hjörvar þekkir hvern krók og kima en hann hefur verið aðstoðarþjálfari síðan Donni tók við ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Síðast þegar þjálfari tók við af Íslandsmeistaraþjálfar hjá Þór/KA þá kom Íslandsmeistaratitilinn í hús en engin getur sett slíka pressu á Andra nú þegar liðið hefur misst flesta af sínum allra bestu leikmönnum úr meistaraliðinu frá 2017. Andri Hjörvar gerir sér samt örugglega manna best grein fyrir því skarði sem lykilmenn liðsins hafa skilið eftir sig í liðinu. Tvíeykið hjá Mexíkó hafði haldið saman vörninni og haldið upp sóknarleiknum á síðustu tímabilum og þá hefur liðið misst öfluga íslenska leikmenn af miðjunni. Þór/KA býr hins vegar af því að upp í meistaraflokkinn streyma ungar og efnilegar knattspyrnukonur sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í 2. flokki kvenna á síðustu fjórum árum. Þar liggur greinilega fjársjóður sem Andri Hjörvar þarf að grafa upp sem fyrst ætli eitthvað skemmtilegt að gerast fyrir norðan í sumar. Þór/KA, Akureyri Ár í deildinni: 15 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Síðasta tímabil var ekki nægilega gott hjá Þór/KA eftir að hafa verið í 2. sæti árið áður og meistari þar á undan. Ekki nóg með að liðið hafi lent í 4. sæti þá var það heilum 22 stigum á eftir toppliði Vals. Alls vann liðið átta leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði sex. Þá skoraði liðið 29 mörk en fékk á sig 27. Er það mikil breyting frá fyrri árum en 2018 skoraði liðið 49 mörk og fékk aðeins á sig 14. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Sandra Stephany Mayor 11 Andrea Mist Pálsdóttir 4 Arna Sif Ásgrímsdóttir 3 Hulda Ósk Jónsdóttir 2 Karen María Sigurgeirsdóttir 2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 2 Liðið og leikmenn Ekki nóg með að það sé kominn nýr þjálfari þá er lið Þórs/KA allt annað en síðustu ár. Markadrottningin Sandra Stephany Mayor Gutierrez hefur ákveðið að enda dvöl sína á Íslandi og er haldin heim til Mexíkó. Alls skoraði hún 68 mörk í 83 leikjum fyrir Þór/KA. Bianca Elissa Sierra er einnig farin heim til Mexíkó. Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur yfirgefið félagið og mun leika með Íslandsmeisturum Val í sumar. Iris Achterhof er farin aftur til Englands, þær Lára Kristín Pedersen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gengu til liðs við KR. Þá ákvað Andrea Mist Páldóttir að ganga til liðs við FH eftir stutta dvöl á Ítalíu. Eini leikmaðurinn sem hefur gengið í raðir Þór/KA er varnarmaðurinn Gabriela Guillén sem kom frá Depertivo Saprissa í Kosta Ríka. Eitthvað af efnivið ætti þó að vera til á Akureyri en Þór/KA/Hamrarnir urðu Íslandsmeistarar í 2. flokki kvenna á síðasta ári. Var María Catharina Ólafsdóttir Gros markahæst þar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára varnarmaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 23 ára sóknarmaður Hulda Björg Hannesdóttir, 20 ára varnarmaður Gæti sprungið út: María Catharina Ólafsdóttir Gros var öflug í Íslandsmeistaraliði Þór/KA/Hamranna sem varð eins og áður kom fram Íslandsmeistari í 2. flokki. Hún kom við sögu í átta leikjum hjá Þór/KA á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Þá var hún lánuð til Hamranna í 2. deild og skoraði tvö mörk í þremur leikjum. María Catharina er ung að árum en hún er fædd 2003. Hins vegar ef einhver gæti stigið upp og nýtt sér brotthvarf Söndru Mayor úr liði Þórs/KA þá er það hún. Alls hefur María spilað 24 leiki fyrir íslensku U16 og U17 ára landsliðin ásamt því að skora þrjú mörk. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Þór/KA í Pepsi Max kvenna 2020 Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Nú er komið að varkáru liðunum í spá okkar en það eru lið Þórs/KA og Stjörnunnar sem við spáum sjötta og sjöunda sæti. Við spáum þeim báðum verra gengi í deildinni en á síðustu leiktíð. Annað árið í röð eru miklar líkur á því að þau detti niður í töflunni. Það er ekki langt síðan að bæði Stjarnan og Þór/KA fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum, Þór/KA fyrir þremur árum og Stjarnan einu ári fyrr. Alls hafa þessi tvö lið unnið sex af síðustu níu Íslandsmeistaratitlum og hafa bæði verið stórveldi í íslenskum kvennafótbolta undanfarin áratug. Nú standa bæði þessi lið í svipaðri stöðu. Bæði hafa misst flesta ef ekki alla leikmennina sem skiluðu liðunum þessum titlum og bæði þurfa þau nú að treysta á öflugt unglingastarf undanfarin ár. Sem betur fer er til nóg af ungum leikmönnum á báðum stöðum. Það eru ekki öll félög sem myndu lifa af viðlíkan missi og þessi tvö lið undanfarið en þau geta sótt í góðan hóp yngri leikmanna. Um leið eru engir raunhæfir bikardraumar á Akureyri eða í Garðabænum þetta sumarið. Án allra þessa reynslubolta og öflugu leikmanna sem hafa stokkið frá borði eru þau ekki líkleg til að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Þess í stað mega þau passa sig að dragast ekki niður í fallbaráttuna. Reynsla og ábyrgð sem yngri leikmenn liðanna fá í sumar gæti hins vegar verið grunnurinn að endurkomu þeirra í titilbaráttuna á næstu árum. View this post on Instagram Eftir frábæran sigur á HK/Víkingi skelltu stelpurnar sér á Mathúsið í geggjaðan bröns og þéttu raðirnar fyrir komandi átök! #SkíniStjarnan A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) on Jul 27, 2019 at 8:12am PDT Stjarnan í 7. sæti: Ungt lið í mótun hjá reynslubolta Íþróttadeild spáir Stjörnunni 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því tveimur sætum neðar en í fyrra. Árangur liðsins í fyrra var sá slakasti síðan árið 2008 þegar liðið lenti í 5. sæti. Garðbæingar urðu meistarar 2011, 2013, 2014 og 2016 en nú virðist allt loft úr Stjörnunni. Fari svo að spá íþróttadeildar gangi eftir þá væri um að ræða versta árangur Stjörnunnar á þessari öld. Gullaldartímabilið er vissulega liðið í Garðabænum en það verður spennandi hvort annað sé í mótum enda er fullt af ungum og spennandi knattspyrnukonum í liðinu. Liðið sýndi það með sigri á Val í Lengjubikarnum í vetur að það býr ýmislegt í liðinu en ungu leikmennirnir þurfa að ná upp mun meiri stöðugleika til að komast ofar í deildinni. Anna María Baldursdóttir er sú eina sem er eftir í Stjörnuliðinu af þeim sem voru að alvöru með í titlasöfnun liðsins fyrir nokkrum árum og mikilvægi hennar hefur sjaldan verið meira meðal allra þessa ungu leikmanna. Gamla brýnið Kristján Guðmundsson er að fara inn í sitt annað tímabil með liðið. Kristján hefur marga fjöruna sopið en hann þjálfaði Keflavík, Val og ÍBV í efstu deild karla á sínum tíma. Þá gerði hann lið HB að Færeyjarmeisturum á tíma sínum þar. Kristján er þekktur fyrir að senda unga knattspyrnustráka inn á völlinn og ætti því líka að vera tilbúinn að henda ungum Stjörnustelpunum út í djúpu laugina. Kristján gerði líka vel í að ná fimmta sætinu í fyrra á tímabili þar sem hann þurfti nánast að móta nýtt lið. Honum tókst að koma liðinu í gegnum sex leikja markaþurrð og upp í efri hlutann. Stjarnan, Garðabær Ár í deildinni: 29 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2016) Þrír bikarmeistaratitlar (Síðast 2015) og 9 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kristján Guðmundsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Stjarnan átti erfitt uppdráttar síðasta vetur og 5. sætið kom þannig séð ekki á óvart. Að Stjarnan hafi verið aðeins fimm stigum frá 8. sæti og tíu stigum frá fallsæti kom hins vegar mjög á óvart sem og að liðið hafi verið 25 stigum frá silfurliði Breiðabliks. Liðið skoraði 21 mark á síðasta ári en fékk á sig 32. Alls vann Stjarnan sjö leiki, gerði tvö jafntefli og töpuðu níu. Það sem kemur hvað mest á óvart er að liðið skoraði 71 prósent allra marka sinna í aðeins fjórum leikjum. Alls komu 15 mörk í 5-2 sigri gegn HK Víking, 4-1 gegn Keflavík, 3-1 gegn KR og Fylki. Í hinum 14 leikjum liðsins skoraði Stjarnan aðeins sex mörk. Í sex leikjum í röð tókst þeim ekki að þenja netmöskva andstæðingsins eða í meira en tvo mánuði. Liðið skoraði ekki 552 mínútur frá lok maí fram í seinni hluta júlí. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 6 Jasmín Erla Ingadóttir 5 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 2 Birna Jóhannsdóttir 2 Jana Sól Valdimarsdóttir 2 Shameeka Nikoda Fishley 2 Liðið og leikmenn Eitthvað hefur verið um hræringar á leikmannahópi Stjörnunnar en liðið ætti að mestu að vera byggt á sama hóp of í fyrra. Eftir þrjú ár í Vesturbænum skipti Betsy Hassett yfir í Garðabæinn fyrir komandi tímabil. Þá er hin 21 árs gamla Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir flutt á höfuðborgarsvæðið en hún hefur leikið með ÍBV síðustu þrjú ár. Alls á hún 51 leik í efstu deild hér á landi sem og níu leiki með yngri landsliðum Íslands. Þær Sylvía Birgisdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir gengu einnig til liðs við Stjörnuna í vetur. Jasmín Erla Ingadóttir fór á láni til Appollon Limassol í Kýpur en er komin til baka og mun leika með Stjörnunni í sumar. Á móti kemur að María Eva Eyjólfsdóttir gekk í raðir Fylki í vetur en hún lék alla 18 deildarleiki Stjörnunnar á síðustu leiktíð sem og fjóra bikarleiki. Þá gekk Diljá Ýr Zomers í lið Vals og Camille Elizabeth Bassett fór til Zaragoza á Spáni. Lykilmenn Anna María Baldursdóttir, 25 ára varnarmaður Jasmín Erla Ingadóttir, 22 ára miðjumaður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður Gæti sprungið út Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom af miklum krafti inn í deildina á síðustu leiktíð en hún var markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í tíu leikjum þrátt fyrir ungan aldur. Þá lék hún einn leik í Mjólkurbikarnum og skoraði einnig í honum. Mörkin sex skoraði Hildigunnur í aðeins þremur leikjum en allir leikirnir unnust. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Stjarnan lagði HK/Víking 5-2 í Víkinni. Þá skoraði hún eitt mark í 2-1 sigri á ÍBV og tvö mörk í 4-1 sigri á Keflavík. Hildigunnur hefur raðað inn mörkum fyrir yngri landsliðin en alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf leikjum fyrir U16 og 17 ára landslið Íslands. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Stjarnan í Pepsi Max kvenna 2020 View this post on Instagram Í fjölmörg ár hefur verið gefið út dagatal með myndum sem tengjast starfseminni og liðuunum okkar, ásamt merkjum styrktaraðila og fleiru. Fyrstu árin var dagatalið selt í fjáröflunarskyni, en síðustu árin hefur að verið gefið. Hægt er að nálgast eintök af dagatalinu í félagsheimilum Þórs og KA. A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) on Jan 8, 2020 at 12:50pm PST Þór/KA í 6. sæti: Aðstoðarþjálfarinn fékk stöðuhækkun en margar góðar eru farnar Íþróttadeild spáir Þór/KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því tveimur sætum neðar en í fyrra. Það yrði slakasti árangur liðsins síðan árið 2007. Þór/KA varð meistari sumarið 2017 en hefur fallið neðar og neðar í töflunni síðan þá. Þrátt fyrir að enda í 4. sæti á síðustu leiktíð þá var liðið nær fallsæti (15 stig) heldur en 2. sæti deildarinnar (20 stig). Eftir að hafa náð frábærum árangri með liðið hefur Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er nær alltaf kallaður, ákveðið að láta þetta gott heita og mun Andri Hjörvar Albertsson stjórna liðinu í sumar. Andri Hjörvar þekkir hvern krók og kima en hann hefur verið aðstoðarþjálfari síðan Donni tók við ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Síðast þegar þjálfari tók við af Íslandsmeistaraþjálfar hjá Þór/KA þá kom Íslandsmeistaratitilinn í hús en engin getur sett slíka pressu á Andra nú þegar liðið hefur misst flesta af sínum allra bestu leikmönnum úr meistaraliðinu frá 2017. Andri Hjörvar gerir sér samt örugglega manna best grein fyrir því skarði sem lykilmenn liðsins hafa skilið eftir sig í liðinu. Tvíeykið hjá Mexíkó hafði haldið saman vörninni og haldið upp sóknarleiknum á síðustu tímabilum og þá hefur liðið misst öfluga íslenska leikmenn af miðjunni. Þór/KA býr hins vegar af því að upp í meistaraflokkinn streyma ungar og efnilegar knattspyrnukonur sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í 2. flokki kvenna á síðustu fjórum árum. Þar liggur greinilega fjársjóður sem Andri Hjörvar þarf að grafa upp sem fyrst ætli eitthvað skemmtilegt að gerast fyrir norðan í sumar. Þór/KA, Akureyri Ár í deildinni: 15 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Síðasta tímabil var ekki nægilega gott hjá Þór/KA eftir að hafa verið í 2. sæti árið áður og meistari þar á undan. Ekki nóg með að liðið hafi lent í 4. sæti þá var það heilum 22 stigum á eftir toppliði Vals. Alls vann liðið átta leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði sex. Þá skoraði liðið 29 mörk en fékk á sig 27. Er það mikil breyting frá fyrri árum en 2018 skoraði liðið 49 mörk og fékk aðeins á sig 14. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Sandra Stephany Mayor 11 Andrea Mist Pálsdóttir 4 Arna Sif Ásgrímsdóttir 3 Hulda Ósk Jónsdóttir 2 Karen María Sigurgeirsdóttir 2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 2 Liðið og leikmenn Ekki nóg með að það sé kominn nýr þjálfari þá er lið Þórs/KA allt annað en síðustu ár. Markadrottningin Sandra Stephany Mayor Gutierrez hefur ákveðið að enda dvöl sína á Íslandi og er haldin heim til Mexíkó. Alls skoraði hún 68 mörk í 83 leikjum fyrir Þór/KA. Bianca Elissa Sierra er einnig farin heim til Mexíkó. Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur yfirgefið félagið og mun leika með Íslandsmeisturum Val í sumar. Iris Achterhof er farin aftur til Englands, þær Lára Kristín Pedersen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gengu til liðs við KR. Þá ákvað Andrea Mist Páldóttir að ganga til liðs við FH eftir stutta dvöl á Ítalíu. Eini leikmaðurinn sem hefur gengið í raðir Þór/KA er varnarmaðurinn Gabriela Guillén sem kom frá Depertivo Saprissa í Kosta Ríka. Eitthvað af efnivið ætti þó að vera til á Akureyri en Þór/KA/Hamrarnir urðu Íslandsmeistarar í 2. flokki kvenna á síðasta ári. Var María Catharina Ólafsdóttir Gros markahæst þar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára varnarmaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 23 ára sóknarmaður Hulda Björg Hannesdóttir, 20 ára varnarmaður Gæti sprungið út: María Catharina Ólafsdóttir Gros var öflug í Íslandsmeistaraliði Þór/KA/Hamranna sem varð eins og áður kom fram Íslandsmeistari í 2. flokki. Hún kom við sögu í átta leikjum hjá Þór/KA á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Þá var hún lánuð til Hamranna í 2. deild og skoraði tvö mörk í þremur leikjum. María Catharina er ung að árum en hún er fædd 2003. Hins vegar ef einhver gæti stigið upp og nýtt sér brotthvarf Söndru Mayor úr liði Þórs/KA þá er það hún. Alls hefur María spilað 24 leiki fyrir íslensku U16 og U17 ára landsliðin ásamt því að skora þrjú mörk. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Þór/KA í Pepsi Max kvenna 2020
Stjarnan, Garðabær Ár í deildinni: 29 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2016) Þrír bikarmeistaratitlar (Síðast 2015) og 9 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kristján Guðmundsson (2. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 6 Jasmín Erla Ingadóttir 5 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 2 Birna Jóhannsdóttir 2 Jana Sól Valdimarsdóttir 2 Shameeka Nikoda Fishley 2
Lykilmenn Anna María Baldursdóttir, 25 ára varnarmaður Jasmín Erla Ingadóttir, 22 ára miðjumaður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður
Þór/KA, Akureyri Ár í deildinni: 15 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (1. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Sandra Stephany Mayor 11 Andrea Mist Pálsdóttir 4 Arna Sif Ásgrímsdóttir 3 Hulda Ósk Jónsdóttir 2 Karen María Sigurgeirsdóttir 2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 2
Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára varnarmaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 23 ára sóknarmaður Hulda Björg Hannesdóttir, 20 ára varnarmaður
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira