„Fáir fara í gegnum þetta ferli uppréttir allan tímann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2020 09:30 Birkir Már Birgisson greindist eð krabbamein tæplega fertugur. Hann segir að fyrir marga sé erfitt að leita sér aðstoðar hjá Ljósinu, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Birkir hvetur karlana til að mæta í Ljósið. Mynd úr einkasafni Birkir Már Birgisson greindist með krabbamein árið 2017, þá tæplega fertugur að aldri. Með skurðaðgerð og níu mánaða lyfjameðferð var meinið á brott en í því ferli var ljóst að áhrif meðferða á líkamann yrðu umtalsverð. Birkir hóf að sækja endurhæfingu í Ljósið samhliða meðferðum sem hann segir hafa verið ómetanlegt, mikilvægt sé að grípa karlmenn snemma í ferlinu og hvetja þá til að mæta á staðinn til að hefja að byggja sig upp. „Á þessum tíma starfaði ég sjálfstætt og þurfti að hætta því, þannig að fyrst hófst maður handa við að finna út hvaða aðstoð og úrræði væru í boði, þar á meðal varðandi bætur.” Birkir ásamt Dr.Helga Sigurðssyni krabbameinslækni eftir að Birkir fékk góðu fréttirnar að krabbameinið væri á brottMynd úr einkasafni Birkir fór í viðtal hjá félagsráðgjafa Krabbameinsfélagsins sem gaf honum margvíslegar upplýsingar og sagði honum meðal annars frá þjónustu Ljóssins. Í kjölfarið tók hann ákvörðun um að kynna sér starfið betur og mætti ásamt konu sinni á Langholtsveginn til samtakanna. „Ég fór fljótt að mæta reglulega í ræktina í stórum hópi karla, fór á námskeið og sótti ýmsa fyrirlestra, auk þess að vera duglegur að mæta í hádegismatinn á föstudögum með körlunum“ segir Birkir, sem síðastliðin ár hefur starfað í ferðaþjónustu en starfaði áður á golfvöllum í nærri 20 ár. Vill breyta því hvernig karlmenn sjá Ljósið „Það er stórt skref fyrir marga að koma hingað og þá kannski sérstaklega karlmenn. Það kann að hljóma undarlega en ég hef líkt þessu við tilfinninguna að hefja áfengismeðferð þar sem þessu fylgir ákveðin skömm. Því miður virðast karlmenn oft ekki leita sér aðstoðar fyrr en þeir eru langt leiddir andlega og komnir má segja á botninn. Þessu viljum við svo gjarnan breyta enda er þetta frábær staður þegar þú ert kominn inn og ekkert til að skammast sín fyrir. Við höfum reiknað gróflega að um þriðjungur karla sem leita í Ljósið leita þangað sjálfviljugir en hinir eru má segja dregnir á staðinn af maka eða ættingjum. Við heyrðum til dæmis af tveimur sem voru úti að ganga með konunum sínum og þær plötuðu þá til að kíkja hingað inn,“ segir Birkir. Meirihluti karlmanna í Ljósinu kemur til endurhæfingar fyrir tilstuðlan maka. Hér er Birkir með konu sinni á góðri stundu.Mynd úr einkasafni Samkvæmt upplýsingum frá Ljósinu er nú á döfinni að gefa út sérstakt fræðsluefni fyrir karlmenn þar sem einblínt er á makann, þannig að hann þekki til þjónustunnar sem er í boði. „Krabbameinsmeðferð er langt og strembið ferli sem reynir mikið á sjálfan þig, sambandið við maka og samskipti við börnin. Það veitir ekki af utanaðkomandi hjálp í þessu verkefni því fáir fara í gegnum þetta ferli uppréttir allan tímann. Hausinn er líka oft manns versti óvinur og mikilvægt að hafa vettvang á borð við Ljósið þar sem maður getur opnað sig upphátt um eigin hugsanir og líðan, bæði við fagaðila og í hópi þeirra sem hafa gengið í gegnum það sama. Ég tel sérstaklega mikilvægt að koma karlmönnum sem allra fyrst inn í ákveðið prógramm en allir þeir karlmenn sem ég hef rætt við í Ljósinu eru á einu máli um að þeir hefðu átt að mæta fyrr, enda skiptir grundvallarmáli að halda ákveðinni rútínu og fá félagsskap þar sem einveran meðan á krabbameinsmeðferð stendur verður heldur leiðingjörn, “ segir Birkir. Hann hefur sjálfur verið virkur þátttakandi í að byggja upp starf fyrir unga karlmenn í Ljósinu. Birkir sótti ræktina í Ljósinu reglulega og segir að smám saman hafi safnast saman góður hópur karlmanna á svipuðu reki en þeir hafi verið duglegastir að mæta þegar fleiri en færri mæti og því sé mikilvægt að ná ákveðnum kjarna saman. Með nýju húsnæði, sem nýlega var tekið í gagnið, hafi einnig verið hægt að bæta mjög við þjónustuna og setja upp aðstöðu fyrir strákana þannig að þeir geti mætt og farið í ræktina, borðað og gripið svo í spil eða farið í til dæmis pílu eða pool. Hann segir mikilvægt að vera með dagskrá alla daga en hugmyndin sé líka að reyna að hittast eitt kvöld aðra hverja viku til að koma til móts við þá sem eru í vinnu. Birkir hvetur karlmenn á öllum aldri til að mæta í LjósiðMynd/Ljósið Klífur fjöll á ný Birkir hefur náð að byggja upp fyrra þol að langmestu leyti þó hann eigi erfitt með gang en lætur það þó ekki stoppa sig í að klífa eitt og eitt fjall, þó að í það fari heilmikil orka. „Ég fór í Ljósafossgönguna nú í vetur með Ljósinu og var þreyttur í um viku á eftir en það var allt í lagi. Nú heldur maður bara áfram veginn og ég ætla að halda áfram að sækja Ljósið til að leggja mitt af mörkum við að efla og þróa þar dagskrá fyrir okkur strákana,“ segir Birkir að lokum. Viðtalið við Birki tók María Ólafsdóttir blaðamaður og birtist það fyrst á vef Ljóssins undir fyrirsögninni Hvetur strákana til að mæta í Ljósið. Á síðunni má finna mikið fræðsluefni tengt málefninu. Heilbrigðismál Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira
Birkir Már Birgisson greindist með krabbamein árið 2017, þá tæplega fertugur að aldri. Með skurðaðgerð og níu mánaða lyfjameðferð var meinið á brott en í því ferli var ljóst að áhrif meðferða á líkamann yrðu umtalsverð. Birkir hóf að sækja endurhæfingu í Ljósið samhliða meðferðum sem hann segir hafa verið ómetanlegt, mikilvægt sé að grípa karlmenn snemma í ferlinu og hvetja þá til að mæta á staðinn til að hefja að byggja sig upp. „Á þessum tíma starfaði ég sjálfstætt og þurfti að hætta því, þannig að fyrst hófst maður handa við að finna út hvaða aðstoð og úrræði væru í boði, þar á meðal varðandi bætur.” Birkir ásamt Dr.Helga Sigurðssyni krabbameinslækni eftir að Birkir fékk góðu fréttirnar að krabbameinið væri á brottMynd úr einkasafni Birkir fór í viðtal hjá félagsráðgjafa Krabbameinsfélagsins sem gaf honum margvíslegar upplýsingar og sagði honum meðal annars frá þjónustu Ljóssins. Í kjölfarið tók hann ákvörðun um að kynna sér starfið betur og mætti ásamt konu sinni á Langholtsveginn til samtakanna. „Ég fór fljótt að mæta reglulega í ræktina í stórum hópi karla, fór á námskeið og sótti ýmsa fyrirlestra, auk þess að vera duglegur að mæta í hádegismatinn á föstudögum með körlunum“ segir Birkir, sem síðastliðin ár hefur starfað í ferðaþjónustu en starfaði áður á golfvöllum í nærri 20 ár. Vill breyta því hvernig karlmenn sjá Ljósið „Það er stórt skref fyrir marga að koma hingað og þá kannski sérstaklega karlmenn. Það kann að hljóma undarlega en ég hef líkt þessu við tilfinninguna að hefja áfengismeðferð þar sem þessu fylgir ákveðin skömm. Því miður virðast karlmenn oft ekki leita sér aðstoðar fyrr en þeir eru langt leiddir andlega og komnir má segja á botninn. Þessu viljum við svo gjarnan breyta enda er þetta frábær staður þegar þú ert kominn inn og ekkert til að skammast sín fyrir. Við höfum reiknað gróflega að um þriðjungur karla sem leita í Ljósið leita þangað sjálfviljugir en hinir eru má segja dregnir á staðinn af maka eða ættingjum. Við heyrðum til dæmis af tveimur sem voru úti að ganga með konunum sínum og þær plötuðu þá til að kíkja hingað inn,“ segir Birkir. Meirihluti karlmanna í Ljósinu kemur til endurhæfingar fyrir tilstuðlan maka. Hér er Birkir með konu sinni á góðri stundu.Mynd úr einkasafni Samkvæmt upplýsingum frá Ljósinu er nú á döfinni að gefa út sérstakt fræðsluefni fyrir karlmenn þar sem einblínt er á makann, þannig að hann þekki til þjónustunnar sem er í boði. „Krabbameinsmeðferð er langt og strembið ferli sem reynir mikið á sjálfan þig, sambandið við maka og samskipti við börnin. Það veitir ekki af utanaðkomandi hjálp í þessu verkefni því fáir fara í gegnum þetta ferli uppréttir allan tímann. Hausinn er líka oft manns versti óvinur og mikilvægt að hafa vettvang á borð við Ljósið þar sem maður getur opnað sig upphátt um eigin hugsanir og líðan, bæði við fagaðila og í hópi þeirra sem hafa gengið í gegnum það sama. Ég tel sérstaklega mikilvægt að koma karlmönnum sem allra fyrst inn í ákveðið prógramm en allir þeir karlmenn sem ég hef rætt við í Ljósinu eru á einu máli um að þeir hefðu átt að mæta fyrr, enda skiptir grundvallarmáli að halda ákveðinni rútínu og fá félagsskap þar sem einveran meðan á krabbameinsmeðferð stendur verður heldur leiðingjörn, “ segir Birkir. Hann hefur sjálfur verið virkur þátttakandi í að byggja upp starf fyrir unga karlmenn í Ljósinu. Birkir sótti ræktina í Ljósinu reglulega og segir að smám saman hafi safnast saman góður hópur karlmanna á svipuðu reki en þeir hafi verið duglegastir að mæta þegar fleiri en færri mæti og því sé mikilvægt að ná ákveðnum kjarna saman. Með nýju húsnæði, sem nýlega var tekið í gagnið, hafi einnig verið hægt að bæta mjög við þjónustuna og setja upp aðstöðu fyrir strákana þannig að þeir geti mætt og farið í ræktina, borðað og gripið svo í spil eða farið í til dæmis pílu eða pool. Hann segir mikilvægt að vera með dagskrá alla daga en hugmyndin sé líka að reyna að hittast eitt kvöld aðra hverja viku til að koma til móts við þá sem eru í vinnu. Birkir hvetur karlmenn á öllum aldri til að mæta í LjósiðMynd/Ljósið Klífur fjöll á ný Birkir hefur náð að byggja upp fyrra þol að langmestu leyti þó hann eigi erfitt með gang en lætur það þó ekki stoppa sig í að klífa eitt og eitt fjall, þó að í það fari heilmikil orka. „Ég fór í Ljósafossgönguna nú í vetur með Ljósinu og var þreyttur í um viku á eftir en það var allt í lagi. Nú heldur maður bara áfram veginn og ég ætla að halda áfram að sækja Ljósið til að leggja mitt af mörkum við að efla og þróa þar dagskrá fyrir okkur strákana,“ segir Birkir að lokum. Viðtalið við Birki tók María Ólafsdóttir blaðamaður og birtist það fyrst á vef Ljóssins undir fyrirsögninni Hvetur strákana til að mæta í Ljósið. Á síðunni má finna mikið fræðsluefni tengt málefninu.
Heilbrigðismál Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira