Sport

Sara tjáir sig líka: CrossFit samfélagið er miklu sterkara en orð eins manns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína sem mótvægi við það sem framkvæmdastjóri CrossFit samtakanna sagði.
Myndin sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína sem mótvægi við það sem framkvæmdastjóri CrossFit samtakanna sagði. Mynd/Instagram

Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur tjáð sig um atburði helgarinnar í íþróttinni sinni í pistil á Instagram síðu sinni. Hún trúir því að CrossFit samfélagið sé sterkari og áhrifameira en forystusauðurinn.

Forusta CrossFit íþróttirnar fór mjög illa að ráði sínu þegar Greg Glassman, stofnandi og framkvæmdastjóri CrossFit, gerðist sekur um hreinan rasisma á samfélagsmiðlum.

Greg Glassman hefur afsakað sig og heldur því fram að hann hafi ekki verið með kynþáttafordóma þegar hann notaði orðin óheppilegu „Það er FLOYD-19“ þegar hann svaraði færslu Institute for Health Metrics and Evaluation stofnunarinnar á Twitter.

Katrín Tanja Davíðsdóttir tjáði sig um orð Glassman og gagnrýndi þar forystuna harðlega. Anníe Mist Þórisdóttir fylgdi í kjölfarið eins og fleira toppfólk úr CrossFit heiminum.

Sara Sigmundsdóttir hefur nú líka tjáð sig um það sem gerðist um helgina en það mun örugglega hafa víðtæk áhrif á CrossFit samtökin. CrossFit hefur þegar misst aðalstyrktaraðila heimsleikanna því Reebok ætlar ekki að framlengja samning sinn eftir að hafa verið í tengslum við CrossFit í tíu ár.

Færslu Söru má sjá hér fyrir neðan.

„Jafnrétti er og hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér. Af þeim sökum hef ég verið í vandræðum með að finna réttu orðin til að lýsa því sem hefur farið í gegnum huga minn eftir það sem gerðist um helgina,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram.

„Þegar þú gengur inn í Crossfit æfingasal þá skiptir engu máli af hvoru kyni þú ert, hvernig þú ert á litinn, hver sé þinn bakgrunnur eða hversu mikill íþróttamaður þú ert. Það eru allir velkomnir og það er tekið á móti öllum af virðingu. Það er það sem ég hef alltaf staðið fyrir og mun ávallt gera það hér eftir,“ skrifaði Sara.

„Sem betur fer þá er samfélagið okkar miklu sterkara en orð eins manns. Hann talar ekki fyrir okkur og þið getið treyst því að ég mun standa upp og berjast fyrir því sem rétt fyrir okkar samfélag,“ skrifaði Sara.

Eins og sjá má her fyrir ofan þá valdi Sara síðan mynd af sér að senda ást sína út í samfélagið með táknrænum hætti.


Tengdar fréttir

Katrín Tanja: Skammast mín ákaflega mikið

Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki aðeins verið tilbúin að tjá sig um og styðja réttindabaráttu svartra heldur var hún einnig tilbúin að gagnrýna harðlega forystu CrossFit samtakanna fyrir þeirra rasísku viðbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×