Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 15:03 Alma D. Möller segir heilbrigðiskerfið ekki vera rekið án hjúkrunarfræðinga. Það sé mikilvægt að samningar náist. Vísir/vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mættu til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fundinn í deilunni eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti að boða til verkfallsaðgerða. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók í sama streng og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Þær segja ábyrgð samninganefndanna vera mikla og biðluðu til aðila að ná samningum. Eftir eina viku mun hefjast skimun á Keflavíkurflugvelli og munu allir þeir farþegar sem koma hingað til lands þurfa í sýnatöku eða fara í tveggja vikna sóttkví. Telur landlæknir ljóst að hjúkrunarfræðinga sé þörf við sýnatökuna og því myndi verkfall valda einhverri röskun á fyrirkomulaginu. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hefjast þann 22. júní, náist samningar ekki. Um er að ræða ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. 5. júní 2020 14:37 Án samninga og réttinda en samt í framlínu Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. 6. júní 2020 07:40 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mættu til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fundinn í deilunni eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti að boða til verkfallsaðgerða. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók í sama streng og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Þær segja ábyrgð samninganefndanna vera mikla og biðluðu til aðila að ná samningum. Eftir eina viku mun hefjast skimun á Keflavíkurflugvelli og munu allir þeir farþegar sem koma hingað til lands þurfa í sýnatöku eða fara í tveggja vikna sóttkví. Telur landlæknir ljóst að hjúkrunarfræðinga sé þörf við sýnatökuna og því myndi verkfall valda einhverri röskun á fyrirkomulaginu. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hefjast þann 22. júní, náist samningar ekki. Um er að ræða ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. 5. júní 2020 14:37 Án samninga og réttinda en samt í framlínu Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. 6. júní 2020 07:40 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. 5. júní 2020 14:37
Án samninga og réttinda en samt í framlínu Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. 6. júní 2020 07:40
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38