Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2020 13:37 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd. Vísir/Vilhelm Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira