Handbolti

Sigvaldi leikmaður ársins í Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
E2E480F802593340388A0A7E8CFA30CF11E82106E56F713C489437BC1A03D14C_713x0

Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, var valinn leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni.

Hornamaðurinn knái varð tvöfaldur meistari með Elverum á sínu síðasta tímabili hjá félaginu. Þá lék hann afar vel með liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Sigvaldi gengur í raðir pólska meistaraliðsins Kielce í sumar ásamt félaga sínum í landsliðinu, Hauki Þrastarsyni.

Sigvaldi, sem er 25 ára, lék með Elverum í tvö ár en hann kom til félagsins frá Århus í Danmörku.

Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót; HM 2019 og EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×