Pepsi Max kvenna eftir 4 daga: Meistarar meistaranna hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 13:00 Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, sækir Meistara meistaranna bikarinn á borðið undir hvatningu frá Guðna Bergssyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Haraldur Guðjónsson Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Selfosskonur unnu sinn fyrsta stóra titil síðasta haust þegar þær urðu bikarmeistarar á Laugardalsvellinum. Um helgina fóru þær aftur í góða ferð í höfuðborgina og höfðu með sér til baka á Suðurlandið sjálfan Meistarabikar KSÍ. Selfoss varð meistari meistaranna eftir 2-1 endurkomusigur á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ og það á þeirra eigin heimavelli á Hlíðarenda. Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Selfoss með laglegu langskoti í seinni hálfleik. Selfosskonur hafa ekkert farið leynt með markmið sín í sumar og segjast hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Þessi sigur á Val gerir ekkert annað en að styðja við þau háleitu markmið. Það fylgir hins vegar máli að það hefur ekki boðað gott að verða meistari meistaranna í kvennaflokki undanfarin ár. Það þarf meira að segja að fara heil tíu ár aftur í tímann til að vinna lið sem fylgdi eftir sigri í Meistarakeppni KSÍ um vorið með Íslandsmeistaratitli um haustið. Síðasta liðið til að vinna báða þessa titla á sama ári var Valsliðið sumarið 2010. Valsliðið var þá með langbesta liðið og vann deildina með átta stigum og bikarkeppnina að auki. Undanfarin níu tímabil hefur liðið sem vann Meistarakeppnina ekki tekist að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum mánuðum síðar. Undanfarin sex ár hafa meistarar meistaranna þurft að sætta sig við silfrið á Íslandsmótinu og þar á undan enduðu meistarar meistaranna í 4. og 3. sæti. Það má sjá allan listann yfir gengi meistara meistaranna í úrvalsdeildinni sama sumar. Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Selfosskonur unnu sinn fyrsta stóra titil síðasta haust þegar þær urðu bikarmeistarar á Laugardalsvellinum. Um helgina fóru þær aftur í góða ferð í höfuðborgina og höfðu með sér til baka á Suðurlandið sjálfan Meistarabikar KSÍ. Selfoss varð meistari meistaranna eftir 2-1 endurkomusigur á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ og það á þeirra eigin heimavelli á Hlíðarenda. Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Selfoss með laglegu langskoti í seinni hálfleik. Selfosskonur hafa ekkert farið leynt með markmið sín í sumar og segjast hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Þessi sigur á Val gerir ekkert annað en að styðja við þau háleitu markmið. Það fylgir hins vegar máli að það hefur ekki boðað gott að verða meistari meistaranna í kvennaflokki undanfarin ár. Það þarf meira að segja að fara heil tíu ár aftur í tímann til að vinna lið sem fylgdi eftir sigri í Meistarakeppni KSÍ um vorið með Íslandsmeistaratitli um haustið. Síðasta liðið til að vinna báða þessa titla á sama ári var Valsliðið sumarið 2010. Valsliðið var þá með langbesta liðið og vann deildina með átta stigum og bikarkeppnina að auki. Undanfarin níu tímabil hefur liðið sem vann Meistarakeppnina ekki tekist að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum mánuðum síðar. Undanfarin sex ár hafa meistarar meistaranna þurft að sætta sig við silfrið á Íslandsmótinu og þar á undan enduðu meistarar meistaranna í 4. og 3. sæti. Það má sjá allan listann yfir gengi meistara meistaranna í úrvalsdeildinni sama sumar. Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari
Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00
Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00
Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30