Segja Fjallið móðan og másandi eftir aðeins nokkur hnefahögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 09:00 Forsíðan á nýjasta myndbandi Hafþórs Júlíusar Björnssonar á Youtube síðunni. Mynd/Youtube „Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport. Box Kraftlyftingar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
„Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira