Nýsjálendingar telja sig hafa útrýmt kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:25 Próf við kórónuveirunni framkvæmt í bráðabirgðaprófunarstöð í Christchurch, Nýja Sjálandi. Myndin er síðan í apríl. Mark Baker/AP Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira