Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2020 22:16 Þotan lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream, sem er ein dýrasta gerðin af einkaþotum. Vísir/KMU. Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira