Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 23:30 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira