Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 19:30 Þórunn Reynisdóttir segir gjaldið sem stjórnvöld hyggist innheimta fyrir covid19 sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. júli vera allt of hátt. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43