Áfram fjölgar lítillega fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna.
Aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur og eru staðfest smit enn 1.806 frá upphafi faraldursins. Einungis tvö virkt smit er í landinu þessa stundina og enginn liggur á sjúkrahúsi. Alls hafa nú verið tekin 62.230 sýni frá upphafi faraldursins.
Til þessa hafa 1.794 náð bata og hefur fjöldinn verið óbreyttur undanfarna daga. Fólk í sóttkví er nú 1.023 og hefur fjölgað um 205 undanfarna þrjá sólarhringa. Alls hafa 21.089 lokið sóttkví frá upphafi faraldursins.
Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.