Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 13:30 Harpa Þorsteinsdóttir í úrslitaleik bikarsins 2018 sem varð hennar síðasti leikur þvi hún meiddist illa á hné í honum. Vísir/Vilhelm Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira