Erlent

Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðs­falla

Atli Ísleifsson skrifar
Jair Bolsonaro hittir stuðningmenn sína í höfuðborginni Brasilíu.
Jair Bolsonaro hittir stuðningmenn sína í höfuðborginni Brasilíu. Getty

Dánartalan í Brasilíu af völdum Covid-19 heldur áfram að hækka og nú er svo komið að landið er í þriðja sæti yfir fjölda dauðfalla af völdum sjúkdómsins. Aðeins hafa fleiri látið lífið í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. Guardian segir frá þessu.

Alls hafa rúmlega 34 þúsund manns látið lífið í Brasilíu í kórónuveirufaraldrinum og hefur landið nú tekið fram úr Ítalíu á lista yfir fjölda dauðsfalla eftir löndum.

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnubrögð í málinu en hann hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins.

Alls hafa rúmlega 600 þúsund kórónuveirusmit greinst í Brasilíu.


Tengdar fréttir

Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki

Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×