Sport

Bætti Íslandsmetið í níunda skiptið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonan Vigdís Jónsdóttir byrjar tímabilið frábærlega en hér er mynd af henni af vef Frjálsíþróttasambands Íslands.
Landsliðskonan Vigdís Jónsdóttir byrjar tímabilið frábærlega en hér er mynd af henni af vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Mynd/FRÍ

Vigdís Jónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti þegar hún kastaði 62,38 metra á vormóti Fjölnis sem fram fór í Kaplakrika en Frjálsíþróttasambandið segir frá.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti gamla metið síðan að hún kastaði 62,16 metra í Borgarnesi á síðasta ári.

Elísabet Rut hafði þá tekið Íslandsmetið af Vigdísi sem var þá búin að eiga það í fimm ár.

Vigdís Jónsdóttir var þarna að slá Íslandsmetið í sleggjukasti í níunda skiptið því hún sló það átta sinnum á árunum 2014 til 2017.

Vigdís var á þeim tíma fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sextíu metra. Hún er 24 ára í dag en sló metið fyrst þegar hún var átján ára.

Vigdís hefur verið við nám við University of Memphis háskólann í Bandaríkjunum en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á vorönnina.

Vigdís hefur greinilega æft mjög vel í COVID-19 hléinu og mætir í svakaformi til leiks. Nú er að sjá hvort að Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sem er sex árum yngri en hún, eigi einhver svör við þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×