Fiskveiðiauðlindin III – stærsta gjöfin Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. júní 2020 08:00 Á vefnum visir.is hefur staðið yfir umræða um fiskveiðistjórnarkerfið og úthlutun kvótans í upphafi þess 1983. Kvótinn var upphaflega útdeiling á skertum aflamöguleikum. Eðlilegt var að skipta þeim miðað við fortíðina. Útgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip. Með framsalinu 1991 varð eðlisbreyting. Þá mátti selja veiðiréttinn. Þar sem kvótinn var og er ótímabundinn varð hann verðlagður einvörðungu miðað við mögulegar framtíðatekjur. Fortíðin skipti engu máli við verðmyndunina. Þess vegna átti útgerðin, sem fékk veiðiréttinn í upphafi kvótasetningarinnar 1983, ekkert tilkall til þeirra verðmæta. Hún hafði einfaldlega ekkert greitt fyrir þessi framtíðarverðmæti og fékk þau gefins. Brynjar Níelsson, alþm. telur fráleitt að Samherji hafi verið í þessum hópi og segir að Samherji sé afleitt dæmi um gjafakvóta. Hann skrifar: „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar.“ Þessa söguskýringu Brynjars verður að færa nær staðreyndum málsins. Hið rétta er að vandfundin er útgerð á Íslandi sem hefur fengið stærri gjöf úr hendi stjórnmálamanna að minnsta kosti fram að makríl gjafagerningnum. Margrétin EA – 7.750 m.kr. Í upphafi keyptu þeir Samherjafrændur árið 1983 togarann Guðstein frá Hafnarfirði sem var svo skírð Margrét EA. Veiðireynsla togarans var lítil og kvótinn sem skipið átti að fá árið 1984 var ekki nema 673 tonn, þar af 98 tonn af þorski og 333 tonn af karfa. Þeir undu þessu ekki og sneru sér til stjórnmálamanna, einkum í Sjálfstæðisflokki, til þess að fá þessu breytt. Og þeir fengu meiri kvóta. í febrúar 1984 var kvótinn aukinn í 1769 tonn og mánuði seinna kom til svonefndur skipstjórakvóti og nú var kvótinn kominn í 4.445 tonn, þar af 1.512 tonn af þorski og 1.146 tonn af karfa. Grálúðukvótinn jókst úr 40 tonnum í 1.180 tonn. Kvótinn sem þannig var færður á skipið er sannkallaður gjafakvóti. Það er mikill munur á 673 tonnum og 4.445 tonnum. Meta má aukninguna sem jafngildi 2.500 tonna kvóta af þorski. Miðað við verð á aflahlutdeild í dag má meta þessa gjöf sem 7.750 milljónir króna. Oddeyrin EA 2.500 m.kr. Árið 1986 keypti Samherji raðsmíðaskipið Oddeyrina. Skipið fékk úthlutað kvóta 200 þíg. þótt engin veiðireynsla væri fyrir hendi, auk þess leyfi til rækjuveiða og 500 tonna kvóta þegar rækjan var sett í kvóta ári seinna. En opinber stuðningur við kaup á Oddeyrinni varð meiri. Söluverðið var miklu lægra en smíðaverðið. Til viðbótar fékk Samherji ríflega eftirgjöf af greiðslum fyrir skipið. Samtals má meta þessa fyrirgreiðslu upp á 2.500 milljónir króna á núverandi verðlagi. Þorsteinn EA 500 m.kr. Loks má nefnda togarann Þorstein EA. Hann varð fyrir miklu tjóni 1988 og lá frá þeim tíma við bryggju á Akureyri og var ekki gerður út út framar. Engu að síður fékk hann úthlutað kvóta og hélt honum og ofan á hann svokallaðar sóknarmarksuppbætur. Skip sem ekki veiddi fisk fékk kvóta og taldist vera á sóknarmarki þegar það lá við bryggju. Þetta hafa fáir leikið eftir. Pólitískir ráðamenn fóru mjúkum höndum um þessa óskadrengi kvótakerfisins. Bara uppbótakvótinn er um 500 milljóna króna virði. Þá hefur hinn kvótinn ekki verið reiknaður til verðs. Tíu milljarða króna gjafafé Samanlagt leggur þessi aðstoð við Samherja sig upp á 10,5 milljarða króna. Allt voru þetta ákvarðanir teknar af pólitískum ráðamönnum í því skyni að koma verðmætum til þeirra. Sértækar aðgerðir sem að sjálfsögðu bitnuðu á öðrum. Þetta er stærsta gjöfin hingað til sem hægt er að staðreyna. Þorsteinn Vilhelmsson, þá einn eiganda Samherja sagði fyrir nærri 20 árum í Morgunblaðinu um hugmyndir um byggðakvóta sem ónefndur stjórnmálamaður taldi að ætti að taka upp: „’Eg bið Guð að hjálpa mér ef stjórnmálamenn ætla að fara að úthluta kvóta. Það yrði tómur hringlandaháttur og vitleysa. Stjórnmálamenn geta aldrei úthlutað kvóta nema með skít og skömm.“ Ég held að Brynjar Níelsson hafi engu við þessi ummæli að bæta, en þó má segja að lærdómurinn sé sá að vegleg gjöf getur verið gott vegarnesti fyrir þann sem fær. Höfundur er ritstjóri Bæjarins besta og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Brynjar Níelsson alþingismaður telur umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið óábyrga. 3. júní 2020 09:12 Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Brynjar Níelsson alþingismaður telur umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið óábyrga. 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur framkomnar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fráleitar. 28. maí 2020 11:08 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Sjá meira
Á vefnum visir.is hefur staðið yfir umræða um fiskveiðistjórnarkerfið og úthlutun kvótans í upphafi þess 1983. Kvótinn var upphaflega útdeiling á skertum aflamöguleikum. Eðlilegt var að skipta þeim miðað við fortíðina. Útgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip. Með framsalinu 1991 varð eðlisbreyting. Þá mátti selja veiðiréttinn. Þar sem kvótinn var og er ótímabundinn varð hann verðlagður einvörðungu miðað við mögulegar framtíðatekjur. Fortíðin skipti engu máli við verðmyndunina. Þess vegna átti útgerðin, sem fékk veiðiréttinn í upphafi kvótasetningarinnar 1983, ekkert tilkall til þeirra verðmæta. Hún hafði einfaldlega ekkert greitt fyrir þessi framtíðarverðmæti og fékk þau gefins. Brynjar Níelsson, alþm. telur fráleitt að Samherji hafi verið í þessum hópi og segir að Samherji sé afleitt dæmi um gjafakvóta. Hann skrifar: „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar.“ Þessa söguskýringu Brynjars verður að færa nær staðreyndum málsins. Hið rétta er að vandfundin er útgerð á Íslandi sem hefur fengið stærri gjöf úr hendi stjórnmálamanna að minnsta kosti fram að makríl gjafagerningnum. Margrétin EA – 7.750 m.kr. Í upphafi keyptu þeir Samherjafrændur árið 1983 togarann Guðstein frá Hafnarfirði sem var svo skírð Margrét EA. Veiðireynsla togarans var lítil og kvótinn sem skipið átti að fá árið 1984 var ekki nema 673 tonn, þar af 98 tonn af þorski og 333 tonn af karfa. Þeir undu þessu ekki og sneru sér til stjórnmálamanna, einkum í Sjálfstæðisflokki, til þess að fá þessu breytt. Og þeir fengu meiri kvóta. í febrúar 1984 var kvótinn aukinn í 1769 tonn og mánuði seinna kom til svonefndur skipstjórakvóti og nú var kvótinn kominn í 4.445 tonn, þar af 1.512 tonn af þorski og 1.146 tonn af karfa. Grálúðukvótinn jókst úr 40 tonnum í 1.180 tonn. Kvótinn sem þannig var færður á skipið er sannkallaður gjafakvóti. Það er mikill munur á 673 tonnum og 4.445 tonnum. Meta má aukninguna sem jafngildi 2.500 tonna kvóta af þorski. Miðað við verð á aflahlutdeild í dag má meta þessa gjöf sem 7.750 milljónir króna. Oddeyrin EA 2.500 m.kr. Árið 1986 keypti Samherji raðsmíðaskipið Oddeyrina. Skipið fékk úthlutað kvóta 200 þíg. þótt engin veiðireynsla væri fyrir hendi, auk þess leyfi til rækjuveiða og 500 tonna kvóta þegar rækjan var sett í kvóta ári seinna. En opinber stuðningur við kaup á Oddeyrinni varð meiri. Söluverðið var miklu lægra en smíðaverðið. Til viðbótar fékk Samherji ríflega eftirgjöf af greiðslum fyrir skipið. Samtals má meta þessa fyrirgreiðslu upp á 2.500 milljónir króna á núverandi verðlagi. Þorsteinn EA 500 m.kr. Loks má nefnda togarann Þorstein EA. Hann varð fyrir miklu tjóni 1988 og lá frá þeim tíma við bryggju á Akureyri og var ekki gerður út út framar. Engu að síður fékk hann úthlutað kvóta og hélt honum og ofan á hann svokallaðar sóknarmarksuppbætur. Skip sem ekki veiddi fisk fékk kvóta og taldist vera á sóknarmarki þegar það lá við bryggju. Þetta hafa fáir leikið eftir. Pólitískir ráðamenn fóru mjúkum höndum um þessa óskadrengi kvótakerfisins. Bara uppbótakvótinn er um 500 milljóna króna virði. Þá hefur hinn kvótinn ekki verið reiknaður til verðs. Tíu milljarða króna gjafafé Samanlagt leggur þessi aðstoð við Samherja sig upp á 10,5 milljarða króna. Allt voru þetta ákvarðanir teknar af pólitískum ráðamönnum í því skyni að koma verðmætum til þeirra. Sértækar aðgerðir sem að sjálfsögðu bitnuðu á öðrum. Þetta er stærsta gjöfin hingað til sem hægt er að staðreyna. Þorsteinn Vilhelmsson, þá einn eiganda Samherja sagði fyrir nærri 20 árum í Morgunblaðinu um hugmyndir um byggðakvóta sem ónefndur stjórnmálamaður taldi að ætti að taka upp: „’Eg bið Guð að hjálpa mér ef stjórnmálamenn ætla að fara að úthluta kvóta. Það yrði tómur hringlandaháttur og vitleysa. Stjórnmálamenn geta aldrei úthlutað kvóta nema með skít og skömm.“ Ég held að Brynjar Níelsson hafi engu við þessi ummæli að bæta, en þó má segja að lærdómurinn sé sá að vegleg gjöf getur verið gott vegarnesti fyrir þann sem fær. Höfundur er ritstjóri Bæjarins besta og fyrrverandi þingmaður.
Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Brynjar Níelsson alþingismaður telur umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið óábyrga. 3. júní 2020 09:12
Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Brynjar Níelsson alþingismaður telur umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið óábyrga. 3. júní 2020 09:12
Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur framkomnar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fráleitar. 28. maí 2020 11:08
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar