Einn virtasti leikmaður NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn í gær.
Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, lét umdeild ummæli falla varðandi mótmælin sem eiga sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana vegna morðsins á George Floyd.
„Ég mun aldrei vera sammála neinum sem vanvirðir bandaríska fánann. Þegar ég heyri þjóðsönginn þá hugsa ég um afa mína sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni. Báðir hættu lífi sínu til að verja landið og reyna að gera það, sem og heiminn, að betri stað,“ sagði Brees í viðtali við Yahoo Finance en fjallað var um málið á Vísi í gær.
Í kjölfarið fékk Brees gagnrýni úr öllum áttum og þar á meðal frá liðsfélögum sínum sem voru ekki par sáttir með leikstjórnandann sinn. Hittust leikmenn á samfélagsmiðlum til að ræða málin og fara yfir ummæli hins 41 árs gamla Brees.
The Saints met virtually as a team today and spent the entire meeting discussing the last few days. QB Drew Brees addressed the team and apologized. I was told by one player "it got real in their discussions, it was emotional" Another player added "We love Drew through it all"
— Dianna Russini (@diannaESPN) June 4, 2020
Í kjölfarið virðist Brees hafa áttað sig á hversu illa hann kom hlutunum frá sér eða mögulega hafði hann ekki reiknað með hversu mikilli gagnrýni hann myndi sæta í kjölfarið. Talið var að hann myndi biðjast afsökunar opinberlega í kjölfar gagnrýninnar sem hann og gerði.
Drew Brees might as well punt on that fake ass apology he s going to deliver over the next 24 hours.
— Bonta Hill (@BontaHill) June 3, 2020
We re good, bruh. pic.twitter.com/goI03EIuiV
„Ég vill biðja vini mína, liðsfélaga, borgina New Orleans, samfélag svartra í Bandaríkjunum, NFL samfélagið og alla sem ég gæti hafa sært með ummælum mínum í gær. Það brýtur í mér hjartað að vita hversu miklum sársauka ég hef valdið,“ sagði Brees í færslu á Instagram.
Svo virðist sem liðsfélagar Brees hafi fyrirgefið honum en Michael Thomas, samherji hjá Saints og einn besti útherju NFL-deildarinnar, sagði á Twitter að Brees hefði gert mistök og honum hefði fyrirgefið. Það er jú það sem þeim er kennt sem kristnu fólki.
One of my brothers made a public statement yesterday that I disagreed with. He apologized & I accept it because that s what we are taught to do as Christians. Now back to the movement! #GeorgeFloyd
— Michael Thomas (@Cantguardmike) June 4, 2020