Ísland veitir hálfum milljarði í þróun á bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 17:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24
Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13
Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05