Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til bresku sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir tónlist hennar í þáttunum Chernobyl en þættirnir fá alls 14 tilnefningar. BBC greinir frá.
Þættirnir Killing Eve fengu einnig fjórtán tilnefningar í fyrra. Þættirnir The Crown fá sjö tilnefningar og Fleabag sex.
Hildur Guðnadóttir hefur unnið til fjölda verðlauna undanfarna mánuði og þar á meðal Óskarsverðlauna, Golden Globe og BAFTA verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum.
Verðlaunahátíðin verður sýnd í sjónvarpi 31. júlí næstkomandi og það á BBC.