Heimilið hangir á bláþræði en hundinum sem hvarf í skriðuna bjargað upp í þyrlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 22:54 Ótrúlegt þykir að hundurinn hafi komist lífs af. Mynd/Samsett Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020 Noregur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020
Noregur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira