Leggja sumir af stað til framleiðslulandsins þegar þeir eru kallaðir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 08:23 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/einar Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“ Tækni Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“
Tækni Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira