Játar að hafa haft samband við Heimi og segist hafa þurft að gera breytingar á þjálfarateyminu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 07:00 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira