Fótbolti

Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Saúl í baráttunni við Mo Salah, leikmann Liverpool.
Saúl í baráttunni við Mo Salah, leikmann Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL

Saúl Ñíguez, miðvallarleikmaður spænska knattspyrnuliðsins Atletico Madrid, tilkynnti í vikunni að hann myndi opinbera nýtt félag eftir aðeins þrjá daga. Var hann í kjölfarið orðaður við stórlið um alla Evrópu og þá helst Manchester United en Saúl hóf að „elta“ félagið sem og leikmenn þess á samfélagsmiðlum.

Grunur var þó um að ekki væri allt með felldu og var það staðfest í dag. Saúl tilkynnti vissulega nýtt fótboltafélag en hann mun þó halda áfram að spila með Atletico Madrid, allavega að svo stöddu.

Nýja félagið sem Saúl kynnti til sögunnar heitir Club Costa City og er í spænska bænum Elche. Er þetta félag sem á að sameina hin ýmsu barna- og unglingalið á svæðinu. Er Sául einn af stofnendum liðsins ásamt bræðrum sínum sem einnig eru atvinnumenn í knattspyrnu. Koma þeir allir frá Elche.

Það verður að viðurkennast að Saúl tókst ætlunarverk sitt. Club Costa City er nú þegar komið í fjölmiðla og þarf hann eflaust ekki að eyða meira púðri í að kynna félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×