Telur viðurlög við árásum á lögreglumenn allt of væg Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 08:42 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi ofbeldi í garð lögreglumanna í Reykjavík síðdegis í gær. Vísir/Baldur/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira