Erlent

Staðfesta að fimm hafi látist af völdum ebólu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá heilsugæslu í Austur-Kongó.
Frá heilsugæslu í Austur-Kongó. Getty/Anadolu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur nú staðfest að fimm dauðsföll í Austur-Kongó megi rekja til ebóluveirunnar. Á meðal hinna látnu er 15 ára gömul stúlka en alls hafa níu tilfelli greinst undanfarnar vikur. CNN greinir frá

Tedros Ghebreyesus forstjóri WHO staðfesti í gær að sex tilfelli hefðu greinst í Mbandaka-héraði landsins en um er að ræða ellefta skiptið sem veiran blossar upp frá árinu 2018. Alls hafa 3.406 tilfelli greinst og 2,243 hafa látist. Staðfest hefur verið að fimm manns, sem létust á milli 18. og 30. maí hafi látist af völdum ebóluveirunnar.

Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki greint nýtt tilfelli veirunnar á síðustu þremur vikum og er því talið að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu. WHO miða þó við 42 daga frá síðasta smiti til þess að staðfesta að stjórn hafi náðst á útbreiðslu veirunnar.

Íbúar í Austur-Kongó glíma ekki eingöngu við ebóluveiru heldur einnig faraldur kórónuveirunnar líkt og aðrar þjóðir heimsins, 3.195 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 72 látist sá fjöldi bliknar hins vegar í samanburði við tilfelli mislinga sem hafa greinst í landinu frá á síðast eina og hálfa árinu. Yfir 370.000 tilfelli hafa greinst og 6.779 hafa látist samkvæmt upplýsingum WHO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×