Fótbolti

HB vann uppgjör toppliðanna í Færeyjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rene Joensen í leik með Grindavík í Pepsi Max deildinni. Hann skoraði tvö mörk fyrir HB í dag.
Rene Joensen í leik með Grindavík í Pepsi Max deildinni. Hann skoraði tvö mörk fyrir HB í dag. Vísir/Daníel

Fyrir leik dagsins voru nágrannaliðin HB og B36 bæði með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Bæði lið eru stödd í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja. Fór það svo að HB vann 4-2 sigur af hólmi.

Fyrir leikinn var Adrian Justinussen, aukaspyrnusérfræðingur HB, á meiðslalistanum og reiknuðu margir með því að HB gæti átt erfitt uppdráttar. Það kom á daginn en rautt spjald Alex Mellemgaard hjálpaði HB að landa sigri.

Leikurinn var ekki gamall þegar Paetur Petersen kom HB en aðeins átta mínútum síðar hafði Alex Mellemgaard jafnaði metin fyrir heimamenn. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Michal Przybylski kom heimamönnum yfir þegar rétt rúmur klukkutími var á klukkunni en Petersen jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar með öðru marki sínu og öðru marki HB í leiknum.

Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, kom gestunum svo yfir á 65. mínútu síðar og þremur mínútum síðar fékk Alex Mellemgaard beint rautt spjald og róðurinn orður þungur fyrir heimamenn. Joensen bætti svo við sínu öðru marki í uppbótartíma og tryggði HB þar með 4-2 sigur í uppgjöri toppliðanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×