Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 14:15 Madelen Janogy, fyrir miðju, með bronsverðlaunin á HM í Frakklandi í fyrra eftir sigur á Englandi. vísir/getty Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“ Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“
Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti