Fólk í Vanúatú og Úsbekistan í íslenskum landsliðsfatnaði Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 10:30 Íslensku landsliðin eru hætt að klæðast Errea-fötum og færa sig nú yfir í Puma. vísir/getty Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04