Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2020 08:10 Stjórnarsáttmálinn undirritaður í Nuuk í gær. Kim Kielsen í miðið, Vittus Qujaukitsoq til vinstri og Nivi Olsen til hægri. Mynd/Naalakkersuisut. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00