Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2020 15:52 Lögreglumenn í Moskvu handtaka blaðamann sem tók þátt í mótmælum gegn fangelsisdómi sem kollegi þeirra hlaut. Rússneskir blaðamenn saka lögregluna um að notfæra sér faraldurinn til þess að láta til skarar skríða gegn aðgerðasinnum. Vísir/EPA Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16