Íris Björk hætt: Fyrsti titillinn með Gróttu á sérstakan stað í hjartanu Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:30 Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Bára Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42